Stjörnublikk tekur að sér alla almenna blikksmíðavinnu. Stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins er smíði á ýmiskonar flasninga fyrir húsbyggjendur og verktaka. Á undanförnum árum hefur Stjörnublikk séð um vinnslu álklæðninga á margar byggingar fyrir verktaka og má þar nefna Hjúkrunarheimilið Suðurlandsbraut, Hjúkrunarheimilið Eir og Stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar sem dæmi. 

Hér má nálgast teikningar af algengum flasningum sem hægt er að fylla út og senda okkur á stjornublikk(hjá)stjornublikk.is eða einfaldlega koma með teikningarnar til okkar á Smiðjuveg 2.