Frá upphafi hefur stærsti þátturinn í starfsemi Stjörnublikks verið smíði og uppsetning loftræstikerfa. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mikla og víðtæka þekkingu á loftræstikerfum, hvort sem um stór eða smærri verkefni er að ræða. Stjörnublikk hefur mikla reynslu á þessu sviði, enda hafa mörg stærstu og flóknustu verkefni liðinna ára verið unnin af fyrirtækinu.

Helstu verkefni Stjörnublikks á þessu sviði undanfarin ár hafa verið:

  • HS Orka (2000-2021)
  • Flugstöð Leifs Eiríkssonar (2001-2016)
  • Íslensk Erfðagreining (2002)
  • Reykjanesvirkjun og Svartsengi (2005-2015)
  • Fangelsið Hólmsheiði (2014-2016)
  • Norðurál Grundartanga (2012-2013)
  • Rio Tinto Alcan (2013-2014)
  • Bláa Lónið Lúxushótel (2017-2019)
  • Hafnartorg (2018-2020)
  • Gróska CCP / Vísindagarðar (2014-2021)
  • Orka Náttúrunnar / Veitur (2005-2020)
  • Höfuðstöðvar Landsbankans (2021)
Image