Kambstál

Árið 2008 keypti Stjörnublikk fullkomna vélasamstæðu fyrir kambstál sem áður var í eigu Timburs og stáls. Vélin er frá MEP á Ítalíu og klippir og beygir kambstál frá 8mm upp í 16 mm.

Með tilkomu vélasamstæðunnar býður Stjörnublikk bæði einstaklingum og verktökum alhliða þjónustu á þessu sviði. Hægt er að fá kambstálið klippt í lengdir eftir þörfum auk þess sem vélin ræður við að beygja allar gerðir af vinklum, lykkjum og hringjum, bæði einfaldar og flóknar útfærslur.

Allt hráefni er flutt inn í rúllum frá viðurkenndum framleiðendum og með tilheyrandi vottorðum.

Afgreiðslutími er stuttur og leggja starfsmenn Stjörnublikks metnað í að veita lipra þjónustu.

Stjörnublikk býður einnig úrval fylgihluta, svo sem milligrindakamba, farlægðarstóla, fjarlægðarrósir, bindivír og fl.

Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum Stjörnublikks.

Samstarfsaðilar